Einkenni

 

 

  • Upptekinn af peningaspilum (preoccupation): Spilari er upptekinn af þátttöku í peningaspilum (þ.e. upptekinn af fyrri reynslu í peningaspilum, skipuleggur þátttöku í næsta spili, eða hugsar um leiðir til að útvega sér fé til að spila með).
  • Þol (Tolerance): Spilari þarf að spila fyrir sífellt meiri peninga til að upplifa þá spennu sem hann sækist eftir.
  • Stjórnleysi (Loss of control): Endurteknar árangurslausar tilraunir spilara til að stjórna, draga úr eða hætta þátttöku í peningaspilum.
  • Fráhvarf (Withdrawal): Spilari er eirðarlaus eða pirraður þegar hann reynir að draga úr eða hætta þátttöku í peningaspilum. 
  • Flótti (Escape): Spilari tekur þátt í peningaspilum til að forðast vandamál eða lina vanlíðan (t.d. sektarkennd, kvíða, þunglyndi).
  • Elta tapið (Chasing): Þegar spilari hefur tapað fé í peningaspili spilar hann áfram linnulaust til að freista þess að endurheimta glatað fé.
  • Lygar (Lies): Spilari lýgur að fjölskyldu sinni, vinum, meðferðaraðila eða öðrum, til að fela umfang þátttöku sinnar í peningaspilum.
  • Ólöglegar eða ósiðlegar athafnir (Illegal/unsocial acts): Spilari hefur framið glæpi, eins og fölsun, fjársvik, þjófnað eða fjárdrátt til að fjármagna peningaspil.
  • Fjölskylda/starf/menntun (Risks family/Jobs/Education): Spilari hefur stofnað í hættu eða glatað mikilvægum samböndum við þá sem standa honum næst, misst atvinnu sína eða flosnað upp úr námi vegna þátttöku sinnar í peningaspilum.
  • Fjárhagsaðstoð (Bailout): Spilari treystir á að aðrir veiti sér fjárhagsaðstoð til að bjarga erfiðri fjárhagsstöðu vegna peningaspila.

Hér má sjá algeng einkenni sem koma fram hjá þeim sem ánetjast peningaspilum:

  • Ég er iðulega upptekin/n af spilun og er stöðugt að hugsa um „næsta leik“.
  • Ég þarf sífellt að spila fyrir meiri peninga til að upplifa sömu spennu og áður.
  • Ég hef oft reynt að hætta eða draga úr spilun minni, en án árangurs.
  • Ég er oft eirðarlaus eða pirruð/pirraður þegar ég reyni að draga úr eða hætta peningaspilum.
  • Ef mér líður illa eða vil ekki takast á við vandamál mín, spila ég gjarnan peningaspil.
  • Ef ég tapa í peningaspilum, reyni ég gjarnan að vinna til baka tapað fé.
  • Ef ég er spurð/ur um þátttöku mína í peningaspilum segist ég gjarnan spila minna en ég geri.
  • Ég hef stolið peningum til að fjármagna spilamennsku mína.
  • Þeir sem standa mér næst eru oft ósáttir við þátttöku mína í peningaspilum (t.d. fjölskylda, vinir, eða samstarfsfélagar).
  • Ég lendi oft í fjárhagslegum erfiðleikum vegna spilamennsku minnar og hef þurft að stóla á aðra til þess að bjarga mér úr þeim vanda.