Sjálfspróf

Próf fyrir fullorðna

"Problem gambling severity index" (PGSI-Ferris og Wynne, 2001) er 9 atriða matstæki sem metur alvarleika spilavanda hjá fullorðnum. PGSI var þýddur á íslensku af Dr. Daníel Þór Ólasyni, Dr. Sigurði J. Grétarssyni og Sigríði Karen Bárudóttur sálfræðingi og var jafnframt bakþýddur af löggiltum skjalaþýðanda. Niðurstöður rannsókna á íslenskri gerð PGSI sýna að hann er að öllu leyti sambærilegur erlendri gerð hans. Óhætt er því að mæla með notkun þessa mælitækis hér á landi. 

Próf fyrir unglinga

"Diagnostic and statistical manual-IV multiple response adapted for juveniles" (DSM-IV-MR-J - Fisher, 2000) er 12 atriða matstæki sem metur alvarleika spilavanda hjá unglingum á aldrinum 12 til 18 ára. Atriðin meta níu af tíu greiningarviðmiðum DSM-IV fyrir spilafíkn og hafa verið umorðuð til að eiga betur við unglinga. DSM-IV-MR-J var þýddur á íslensku af Dr. Daníel Þór Ólasyni og Karen Júlíu Sigurðardóttur sálfræðingi og var hann jafnframt bakþýddur af löggiltum skjalaþýðanda. Niðurstöður rannsókna á íslenskri gerð DSM-IV-MR-J sýna að hann er í öllum meginatriðum sambærilegur erlendri gerð hans og því óhætt að mæla með notkun hans hér á landi. 

Taka ber fram að sú niðurstaða sem fæst við svörun þessara matstækja á netinu skal ekki líta á sem formlega greiningu. Hér er um skimun að ræða sem gefur aðeins til kynna hugsanlegan vanda. Mun ítarlegri greininga er þörf áður en spilafíkn er formlega staðfest hjá svaranda. Ef niðurstaða PGSI eða DSM-IV-MR-J bendir til að svarandi eigi við hugsanlegan spilavanda að stríða þarf hann að leita sér frekari upplýsinga og aðstoðar.