Spilað í hófi

SPILAÐ AF ÁBYRGÐ - SPILAÐ Í HÓFI

Þegar kemur að peningaspilum eru tveir þættir sem mikilvægt er að hafa í huga; hversu miklum peningum og tíma er varið í peningaspil. 

Það er ekkert eitt rétt svar um hversu mikið er hóflegt, þar sem aðstæður fólks eru mismunandi. 

  • Það sem skiptir máli er hvort peningaspil hafi neikvæð áhrif á aðra þætti í lífi fólks, t.d. fjárhagsleg og félagsleg. Ef manneskja hefur t.d. ekki efni að borga af húsnæðislánum sínum, eða vanrækir félagsleg tengsl vegna spilunar, þá er spilun vandamál.
  • Einföld þumalputtaregla gæti því verið: Ekki spila meira en þú hefur efni á að tapa og ekki verja lengri tími við að spilun en þér þykir í lagi. 
Gott að hafa í huga ÁÐUR en þú spilar: 
  • Ákveða hversu miklum peningum þú ert tilbúin að eyða og þar með tapa; ekki víkja frá því!
  • Ekki nota peninga í spilun sem eru ætlaðir til annarra nota.
  • Ákveddu fyrirfram hversu lengi þú ætlar að spila (ef það á við).
  • Muna, að ef þú ferð yfir þín eigin takmörk um tíma og þá upphæð sem spila skal fyrir, aukast í raun líkurnar á því að þú tapir enn meiri peningum.
  • Ekki nota lánsfé til spilunar.
  • Mundu að vinningslíkur í peningaspilum taka engum breytingum meðan spilað er. 
  • Ekki hugsa um peningaspil sem leið til að græða peninga, heldur einungis sem afþreyingu eða skemmtun.
Gott að hafa í huga á MEÐAN þú spilar: 
  • Vera meðvituð/aður um að tap á fé er eðlilegur þáttur í peningaspilum. Ef þú upplifir reiði eða ergelsi vegna taps þá þarft þú að endurskoða þátttöku þína í peningaspilum.
  • Ekki elta tapið, það er, ekki fara í hraðbanka til að taka út meira fé til að vinna til baka það sem þú hefur tapað. Þú munt mjög líklega þá aðeins auka á tap þitt.  
Gott að hafa í huga að LOKINNI spilun: 
  • Skoðaðu vel þau tíma/peninga mörk sem þú settir þér í byrjun. Stóðst þú við þau markmið? Ef ekki, þá ættir þú að velta fyrir þér ástæðum þess, t.d. íhuga hvort og hvaða breytingar þú þarf að gera á þinni spilahegðun áður en þú spilar næst.
  • Hvernig líður þér að lokinni spilun? Upplifir þú oft leiða, depurð eða samviskubit? Mundu að afþreying á að vera skemmtileg og ef hún hættir að vera það, skalt þú endurskoða þátttöku þína í peningaspilum.