Unglingar

Greinin birtist í Sálfræðiritinu árið 2004 (bls. 37-42) og höfundar eru Karen Júlía Sigurðardóttir, Daníel Þór Ólason og Jakob Smári.

Útdráttur
 
Gerð var könnun á spilahegðun og tíðni hugsanlegs spilavanda meðal 16-18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi. Þátttakendur voru 750 nemendur valdir af hentugleika úr 12 framhaldsskólum, 371 stúlka og 379 drengir. Tvö erlend mælitæki (SOGS-RA og DSM-IV-MR-J) sem notuð eru til þess að meta spilavanda voru þýdd, bakþýdd og forprófuð áður en fyrirlögn fór fram. Helstu niðurstöður voru þær að nánast allir nemendur höfðu spilað peningaspil einhvern tímann á ævinni, 79% þeirra spiluðu á undanförnum 12 mánuðum og rúmlega 10% spiluðu reglulega. Vinsælustu peningaspilin voru skafmiðar, spilakassar og lottó. Tíðni spilavanda var á bilinu 2% til 2,7% fyrir allt úrtakið en spilavandi var mun algengari meðal drengja en stúlkna. Ályktunarvillur um peningaspil voru algengari meðal þeirra sem eru í einhverjum vanda vegna peningaspila en hinna sem spila vandræðalaust. Í megindráttum benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að lítill hluti unglinga eigi við spilavanda að stríða og að ályktunarvillur um eðli tilviljunar eða hæfileika í peningaspilum einkenni frekar hugsunarhátt þessa hóps, en þeirra sem spila peningaspil án vandkvæða. Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir á algengi spilavanda og hugsanlegum orsökum hans meðal íslenskra unglinga.
 


Kafli í bók er nefnist Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna (bls. 147-151) og gefin var út árið 2005. Höfundar voru Daníel Þór Ólason, Guðmundur Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael A. Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson. 

Útdráttur
 
Könnuð var spilahegðun og algengi spilavanda meðal nemenda í 8–10. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Gögnum var safnað í byrjun árs 2004 og fengust svör frá 3573 nemendum eða 77% af grunnskólanemendum í Reykjavík skólaárið 2003–2004. Niðurstöður sýndu að flestir nemendur (93%) höfðu einhvern tímann spilað peningaspil, 70% þeirra spiluðu á undanförnum 12 mánuðum og tæplega 8% sögðust spila reglulega. Vinsælast var að kaupa skafmiða og spila í spilakössum og lottó. Spilavandi var metinn með erlendu mælitæki (DSM-IV-MR-J) og reyndust 3,7% nemenda vera í áhættuhópi og 1,9% uppfylltu greiningarviðmið um spilavanda. Spilavandi var mun algengari meðal drengja (3,4%) en stúlkna (0,4%). Einnig kom í ljós að nemendur í spilavanda samþykktu frekar en nemendur sem spila peningaspil án vandkvæða, fullyrðingar um ályktunarvillur í tengslum við peningaspil og höfðu einkenni um athyglisbrest með ofvirkni (AMO). Í megindráttum benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að tímabært sé að skipuleggja forvarnar-og meðferðarstarf hérlendis vegna spilavanda unglinga. Við skipulagningu forvarna og meðferðar er vert að huga sérstaklega að hugsanlegum áhættuhópum fyrir spilavanda, en margt bendir til þess að unglingsdrengir með AMO einkenni og eru í vímuefnaneyslu ánetjist frekar peningaspilum en aðrir. Einnig er það umhugsunarefni hvort ekki þurfi að samræma lög um aldurstakmörk fyrir þátttöku í peningaspilum og takmarka aðgengi unglinga yngri en 18 ára að öllum tegundum peningaspila.
 


Greinin birtist í Journal of Gambling Studies árið 2006 (bls. 23-39) og höfundar voru Daníel Þór Ólason, Karen Júlía. Sigurðardóttir og Jakob Smári . Greinina má sjá hér.

Útdráttur
 
The aim of this study was to estimate gambling participation and problem gambling among Icelandic adolescents. Participants were 750 sixteen to eighteen year old students, 371 girls and 379 boys. The rate of problem gambling was estimated with the SOGS-RA and DSM-IV-MR-J. Results indicated that 96% of adolescents had gambled in their lifetime, 79% at least once in the preceding year and about 10% gamble at least once a week. A psychometric evaluation of the two screening scales revealed satisfactory reliabilities and factor structures for both scales. The DSM-IV-MR-J identified 2% of the participants as problem gamblers while SOGS-RA identified 2.7%, and problem gambling was more common among boys than girls. It was concluded that problem gambling among adolescents is an area of concern for the Icelandic community that needs to be further investigated.
 


Greinin birtist í Journal of Gambling Issues árið 2006 (bls. 39-56) og höfundar voru Daníel Þór Ólason, Guðmundur Skarphéðinsson, Jóhanna E. Jónsdóttir, Mikael A. Mikaelsson og Sigurður J. Grétarsson. Greinina má sjá hér
 
Útdráttur 
 
This paper reports the main findings from a prevalence study of adolescent gambling and problem gambling among Icelandic adolescents. The final sample consisted of 3,511 pupils aged 13 to 15 in 25 primary schools in Reykjavík. The results indicated that 93% of adolescents had gambled some time in their life and 70% at least once in the preceding year. Problem gambling prevalence rates were evaluated with two gambling screens, American Psychological Association Diagnostic and Statistical Manual, 4th edition, Multiple-Response-Junior (DSM-IV-MR-J) and the South Oaks Gambling Screen Revised for Adolescents (SOGS-RA). The DSM-IV-MR-J identified 1.9% as problem gamblers, while SOGS-RA identified 2.8% as problem gamblers. The results also showed that problem gamblers reported more difficulties in school and used alcohol and other drugs more frequently than adolescents who gambled socially or not at all. Finally, evaluation of electronic gambling machine (EGM) accessibility revealed that gambling on low-stakes EGMs in public places was more common than on EGMs in arcades or bars and restaurants. The potential implications of these findings are discussed.
 
 

Greinin birtist í Sálfræðiritinu árið 2008 (bls. 27-46) og höfundar voru Kolbrún Baldursdóttir, Daníel Þór Ólason, Sigurður J. Grétarsson, Ágústa Rakel Davíðsdóttir og Ása Margrét Sigurjónsdóttir. Greinina má sjá hér.

Útdráttur 
 
Könnuð var spilahegðun og algengi spilavanda meðal 16 til 18 ára nemenda í 15 framhaldsskólum veturinn 2005 til 2006. Þátttakendur voru 1513, 783 stúlkur og 730 drengir. Helstu niðurstöður voru að 62% nemenda höfðu spilað peningaspil einhvern tímann síðustu 12 mánuðina fyrir könnun. Spilakassar voru vinsælasta peningaspilið, en næst komu skafmiðar og svo veðmál um eigin frammistöðu í leik eða íþrótt og póker. Athyglisvert var að um 16% nemenda sögðust hafa veðjað fé á Netinu og um 28% höfðu spilað peningaspil á Netinu án þess að leggja fé undir. Netspilun var mun algengari meðal nemenda í þessari könnun en í sambærilegum könnunum frá árunum 2003 og 2004. Spilavandi var metin með DSM-IV-MR-J greiningartæki fyrir spilavanda og reyndust 3% nemenda uppfylla greiningarmerki um hugsanlegan spilavanda. Drengir (5,8%) stríddu frekar við hugsanlegan spilavanda en stúlkur (0,4%). Tíðni spilavanda var nokkuð hærri í þessari könnun en niðurstöður fyrri rannsókna á íslenskum unglingum hafa sýnt. Könnuð voru tengsl spilavanda við hugsanlega áhættuþætti og sýndu niðurstöður fjölbreytu-lógistískrar aðhvarfsgreiningar að unglingar sem uppfylltu greiningarviðmið um athyglisbrest með ofvirkni (AMO) samkvæmt sjálfsmatskvarða eða höfðu einkenni depurðar var hættara við spilavanda en þeim sem ekki höfðu þau einkenni. Einnig kom í ljós að regluleg þátttaka í spilakössum, póker og peningaspilum á Netinu (í spilakössum, 21 eða rúllettu) tengdist spilavanda meðal nemenda. Hugsanlegar afleiðingar aukinnar þátttöku unglinga í peningaspilum á Netinu voru ræddar.