Almennar upplýsingar

Ábyrgspilun.is er í eigu og rekin af Íslandsspilum og Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ). Síðan var upphaflega sett á laggirnar árið 2002 og svo í breyttri mynd haustið 2009.

Íslandsspil starfrækir söfnunarkassa á landsvísu og rennur allur ágóði af starfseminni til Rauða kross Íslands, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ. HHÍ eru með skjávélar og auk þeirra skafmiða og flokkahappdrætti og rennur ágóði til byggingarframkvæmda og tækjakaupa fyrir Háskóla Íslands

Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil starfa eftir reglugerðum og innan lagaramma frá Dómsmálaráðuneyti. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum fyrirtækjanna, Íslandsspila og HHÍ.

Vakin er sérstök athygli á því að lágmarksaldur fyrir allar tegundir peningaspila sem fyrirtækin bjóða upp á er 18 ár.

Markmið síðunnar er að hægt sé að nálgast fjölbreyttar upplýsingar um peningaspil með góðu móti. Leitast er við að allt efni síðunnar sé áreiðanlegt, heimildir séu ávallt traustar og hlutleysis sé gætt í allri umfjöllun.

Ljósmyndir á forsíðu eru eftir Karl Magnússon.

Athugasemdir eða fyrirspurnir sendist á abyrgspilun@abyrgspilun.is