Það er mikilvægt fyrir alla að spila af ábyrgð.
Með ábyrgri spilahegðun er átt við að fólk taki upplýstar ákvarðanir um spilun sína; sem gerir spilun skemmtilega - eins og henni er ætlað að vera.
Hér eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga áður en spilað er:
- Ákveða hversu miklu þú ert tilbúin að eyða og einnig tapa; ekki víkja frá því!
- Ekki eyða peningum í spilun sem eru ætlaðir til annarra nota.
- Ákveða hversu lengi skal spila (ef það á við) og standa við það.
- Muna, að ef þú ferð yfir takmörk þín varðandi tíma og þá upphæð sem spila skal fyrir, aukast í raun líkurnar á að þú tapir enn meira af peningum.
- Ekki fara í hraðbanka til að taka út meira fé, hvort sem er af debit- eða kreditkorti.
- Ekki fá lánaða peninga til spilunar.
- Muna að vinningslíkur í peningaspilum taka engum breytingum meðan spilað er.
- Ekki hugsa um peningaspil sem leið til að græða peninga, heldur sem skemmtun.
Hér eru atriði sem er gott að hafa í huga á meðan spilað er:
- Vera meðvituð/aður um að tap á fé er eðlilegur þáttur í peningaspilum. Ef þú upplifir reiði eða ergelsi vegna taps þá þarft þú að endurskoða þátttöku þína í peningaspilum.
- Reyndu að komast hjá því að reyna að elta uppi tapað fé. Mjög líklegt er að þá tapir þú enn meiru fé.
Atriði sem gott er að hafa í huga að lokinni spilun:
- Skoðaðu vel þau tíma/peninga mörk sem þú settir þér í byrjum. Stóðst þú við þau markmið? Ef ekki, þá ættir þú að velta fyrir þér ástæðum þess, t.d. íhuga hvort og hvaða breytingar þú þarf að gera á þinni hegðun áður en þú spilar næst.
- Hvernig líður þér að lokinni spilun? Upplifir þú oft leiða, depurð eða samviskubit? Mundu að afþreying á að vera skemmtileg og ef hún hættir að vera það, skalt þú endurskoða þátttöku þína í peningaspilum.