Um peningaspil

Meš oršinu peningaspil er įtt viš hvers kyns spil žar sem peningar eru lagšir undir eša greiša žarf fyrir žįtttöku og tilviljun ręšur aš einhverju eša

Hvaš er peningaspil?

Með orðinu peningaspil er átt við hvers kyns spil þar sem peningar eru lagðir undir eða greiða þarf fyrir þátttöku og tilviljun ræður að einhverju eða öllu leyti til um niðurstöðuna. Það er síðan breytilegt og oft ekki gagnsætt hversu stór þáttur tilviljun er í niðurstöðu mismunandi tegunda peningaspila.

Í peningaspilum eins og lottó, flokkahappdrætti, bingó og spilakössum er niðurstaðan ávallt byggð á tilviljun en í öðrum tegundum eins og veðreiðum, íþróttaveðleikjum (t.d. fótboltagetraunir) og póker getur þekking á leik og jafnvel hæfni spilara (t.d. í póker) hugsanlega skipt einhverju máli. Það er hins vegar óljóst hversu mikil áhrif þekkingar á leikreglum og hæfni hefur á niðurstöður. Gott er að hafa í huga að hin almenna regla er að líkurnar eru ávallt „húsinu“ í vil, þar sem ákveðið hlutfall af spilaveltu rennur iðulega þangað. Hversu mikið fellur í hlut „hússins“ er hinsvegar misjafnt eftir spilategundum.

Svęši

Įbyrgspilun.is    |    Hjįlparsķmi  1717   Ķslandsspil Happadrętti Hįskóla Ķslands