Einkenni

á SamkvŠmt greiningarsta­li AmerÝska ge­lŠknafÚlagsins (DSM-IV) er spilafÝkn ■rßlßt og Ýtreku­ ■ßtttaka Ý peningaspilum er einkennist af a.m.k. fimm af

Einkenni

 

Samkvæmt greiningarstaðli Ameríska geðlæknafélagsins (DSM-IV) er spilafíkn þrálát og ítrekuð þátttaka í peningaspilum er einkennist af a.m.k. fimm af eftirfarandi atriðum. 

 

  • Upptekinn af peningaspilum (preoccupation): Spilari er upptekinn af þátttöku í peningaspilum (þ.e. upptekinn af fyrri reynslu í peningaspilum, skipuleggur þátttöku í næsta spili, eða hugsar um leiðir til að útvega sér fé til að spila með).
  • Þol (Tolerance): Spilari þarf að spila fyrir sífellt meiri peninga til að upplifa þá spennu sem hann sækist eftir.
  • Stjórnleysi (Loss of control): Endurteknar árangurslausar tilraunir spilara til að stjórna, draga úr eða hætta þátttöku í peningaspilum.
  • Fráhvarf (Withdrawal): Spilari er eirðarlaus eða pirraður þegar hann reynir að draga úr eða hætta þátttöku í peningaspilum. 
  • Flótti (Escape): Spilari tekur þátt í peningaspilum til að forðast vandamál eða lina vanlíðan (t.d. sektarkennd, kvíða, þunglyndi).
  • Elta tapið (Chasing): Þegar spilari hefur tapað fé í peningaspili spilar hann áfram linnulaust til að freista þess að endurheimta glatað fé.
  • Lygar (Lies): Spilari lýgur að fjölskyldu sinni, vinum, meðferðaraðila eða öðrum, til að fela umfang þátttöku sinnar í peningaspilum.
  • Ólöglegar eða ósiðlegar athafnir (Illegal/unsocial acts): Spilari hefur framið glæpi, eins og fölsun, fjársvik, þjófnað eða fjárdrátt til að fjármagna peningaspil.
  • Fjölskylda/starf/menntun (Risks family/Jobs/Education): Spilari hefur stofnað í hættu eða glatað mikilvægum samböndum við þá sem standa honum næst, misst atvinnu sína eða flosnað upp úr námi vegna þátttöku sinnar í peningaspilum.
  • Fjárhagsaðstoð (Bailout): Spilari treystir á að aðrir veiti sér fjárhagsaðstoð til að bjarga erfiðri fjárhagsstöðu vegna peningaspila.

 

SvŠ­i

┴byrgspilun.is á á| á áHjßlparsÝmi á1717áá ═slandsspil HappadrŠtti Hßskˇla ═slandsáá